top of page
1920x1080_etty.jpg

Etty Hillesum lést í Auschwitz aðeins 29 ára að aldri. Leikverkið Etty er sett
saman úr dagbókum hennar og bréfum frá 1941 til 1943. Í því kynnumst við
merkilegri ungri hollenskri konu, innsæi hennar, ljóðrænu, ákveðni og ástríðu.

Susan Stein fer með hlutverk Ettyar, tjáir sig hispurslaust og talar beint til
áhorfandans. Susan þræðir sig í gegnum verkið með kærleika og samkennd
(jafnvel til óvinarins) í leit að tilganginum í lífi Ettyar og tilgangi lífsins í þeim
hryllingi sem fylgdi hernámi nasista. Etty Hillesum uppgötvar sinn eigin
sannleik sem hún kallar Guð, og opnar sig upp á gátt fyrir kraft þess að vera
lifandi og jarðtengd og bera vitni um þau ósköp sem drifu á daga hennar.

Etty biður okkur á blíðan en hreinskilin hátt að skilja sig ekki eftir í Auschwitz
heldur að leyfa henni að eiga svolítinn hlut að því sem hún vonar að geti orðið
betri veröld.

Frekari upplýsingar: visit www.ettyproject.org.


Mynd: Ricardo Barros.

Eftir sýningu verða umræður með handritshöfundinum og leikkonunni
Susan Stein.

etty-hillesum-2962755c-b410-46d2-932a-3b

„… kjörin aðferð til að fræða ungt fólk um hrylling helfararinnar.”

Brian Edward, 'Burgh Vivant

"… Susan Stein fetar sig óaðfinnanlega frá ótta og ögrun til vonar og
jákvæðni á ferðalagi Ettyar Hillesum um margvísleg geðhrif, furður og
sjálfsskoðun."

Megan Grabowski, Pittsburgh in the Round

Susan Stein, höfundur og flytjandi.

Susan Stein, höfundur og flytjandi.
Susan Stein er höfundur leikverksins Etty, sem unnið er úr bréfum og
dagbókum Ettyar Hillesum. Susan fann dagbækurnar á flóamarkaði og keypti
þær fyrir 50 bandaríkjaaura árið 1994 eftir ábendingu frá vinkonu sinni, Joan.
Þegar Susan hafði lesið dagbækurnar fann hún að hún vildi gefa Etty rödd,
koma sögunni til skila í leikriti og veita fólki sem ekki hafði lesið dagbækurnar
tækifæri að kynnast sögu hennar.
Árið 2006 fór Susan í gegnum dagbækur og bréf Etty á vikulegum fundum
með Austin Pendleton, leikara og leikstjóra í New York, með það í huga að
koma verkinu á svið. Verkið hefur nú verið sett upp í svartkassasviðum,
vinnustofum, bókasöfnum, skólum og hefðbundum leikhúsum um öll
Bandaríkin og víðar, meðal annars í Yad Vashem-helfararsafninu í Jerúsalem,

Ísrael; 59e59 Theaters, New York; Next Theatre, Illinois; Philly Fringe
Festival, Pennsylvaníu; Edinburgh Festival Fringe, Skotlandi; Smith College,
Massachusetts; Boston College; Boston University; Ghent-háskóla, Belgíu;
Bowery Poetry Club, New York; Fort Monmouth Army Base, New Jersey; The
Museum of Jewish Heritage, New York; Anne Frank Center í Bandaríkjunum;
Peekskill Performing Arts Center, New York; Etty Hillesum Centrum,
Deventer, Hollandi.
Susan Stein lék í American Clock eftir Arthur Miller í leikstjórn Austin
Pendleton, og á Luna Stage í uppfærslu á A Parent’s Evening eftir
Bathsheeba Doran. Susan lærði leiklist í NYU Graduate School of Arts &
Science og Purchase College, SUNY í Nem York. Hún kenndi í þrettán ár við
Princeton Day School í Princeton, leikbókmenntir, leikritaskrif, sögu
helfararinnar og bókmenntaverk um hana.

Stein_Susan_111.jpg
bottom of page